Starfsfólk

Hóf störf hjá SFF árið 2023. Áður starfaði Ingvar sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins frá 2018 og sem viðskiptablaðamaður frá 2014 á Viðskiptablaðinu, Fréttablaðinu og Vísi. Ingvar hefur einnig verið stundakennari í sögu hagfræðikenninga við Háskólann í Reykjavík. Ingvar er með BA gráðu í sagnfræði með hagfræði sem aukagrein, MSc gráðu í hagsögu frá London School of Economics og hefur lokið prófi til verðbréfaréttinda.

Ingvar Haraldsson

Greininga- og samskiptastjóri
Hóf störf hjá SFF árið 2022. Heiðrún hefur setið í fjölda stjórna á undanförnumárum, m.a. Íslandsbanka, Reginn, Royal Arctic Line, Símanum, Olís, RB, Gildi og Norðlenska. Þá hefur Heiðrún stundað lögmennsku bæði sjálfstætt og á Lögmannsstofu Akureyrar og LEX. Hún hefur einnig verið starfsmannastjóri og lögmaður hjá KEA, upplýsingafulltrúi hjá Landssímanum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip. Heiðrún er Cand Juris frá lagadeild Háskóla Íslands, með málflutningsréttindi og AMP stjórnunargráðu frá IESE Business School í Barcelona.

Heiðrún Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri
Hóf störf hjá SFF árið 2008. Jóna Björk starfaði áður sem lögmaður og regluvörður Sparisjóðabanka Íslands frá 2006-2008. Áður starfaði hún í stjórnsýslunni þ.á.m. í fimm ár í fjármálaráðuneytinu. Jóna Björk hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og situr í laganefnd Evrópsku bankasamtakanna. Jóna Björk er með Cand Juris gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Þá hefur hún lokið PMD stjórnendanámi frá Háskólanum í Reykjavík.

Jóna Björk Guðnadóttir

Yfirlögfræðingur
Hóf störf hjá SFF árið 2014. Kristín starfaði áður í Landsbankanum í sjö ár sem sérfræðingur í verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf og síðar sem sérfræðingur í þjónustugæðum og fræðslu til viðskiptavina. Kristín starfaði í 12 ár hjá Icelandair sem flugfreyja og kennari öryggismála og hefur yfir tuttugu ára reynslu af gæðstjórun hjá Rafskoðun ehf. Kristín er með BS gráðu í viðskiptafræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Kristín Lúðvíksdóttir

Verkefnastjóri fjármálafræðslu
Hóf störf hjá SFF árið 2019. Hún starfaði sem lögfræðingur á skrifstofu forstjóra VÍS og var regluvörður félagsins frá árinu 2011 til ársins 2018 eða í rúm 7 ár. Margrét starfaði auk þess við lögfræðistörf í stjórnsýslunni frá útskrift 2007 og þar til hún hóf störf fyrir VÍS. Margrét er Cand Juris frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Margrét Arnheiður Jónsdóttir

Lögfræðingur
Hóf störf hjá SFF árið 2024. Hann starfaði áður í Landsbankanum í 16 ár, þar af um 12 ár í greiningardeild bankans. Þá var Gústaf blaðamaður á Viðskiptablaðinu frá 2000 til 2006. Gústaf er með B.A. próf í hagfræði og MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands.

Gústaf Steingrímsson

Hagfræðingur