Fjármálafyrirtæki greiða 40 milljarða í opinber gjöld

Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja mun greiða um 40 milljarða til hins opinbera á þessu ári. Þetta kom fram í máli Steinþórs Pálssonar, stjórnarformanns SFF, á SFF-deginum í dag.

Fjármálageirinn og samkeppnishæfni: SFF-dagurinn 2014

SFF-dagurinnn verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember. Dagurinn verður helgaður því hvað fjármálageirinn getur gert til þess að efla samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins þannig að hann geti lagt sitt að mörkum til að ná markmiði Samtaka atvinnulífsins um að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu þjóða heims innan tíu ára.