Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði

Eitt helsta áherslumál Samtaka fjármálafyrirtækja er að lög og reglur íslensks fjármálamarkaðar séu sambærilegar við það sem þekkist í öðrum Evrópuríkjum. Því miður hefur þróunin í þessum efnum verið óhagstæð á undanförnum árum. Til að vekja á þessu athygli hafa SFF tekið saman yfirlit yfir íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði.

Nauðsynlegar úrbætur á verðbréfamarkaði

Mikilvægt er að innlendur verðbréfamarkaður starfi eftir alþjóðlega viðurkenndri umgjörð. Þannig geti hann þjónað sem lærdómsferli fyrir aðgang að stærri mörkuðum fyrir útgefendur verðbréfa, milliliði og fjárfesta hér á landi, en einnig greitt fyrir aðgengi erlendra þátttakenda að íslenskum markaði.