Þingi frestað

Alþingi var frestað fyrr í dag en boðað hefur verið til kosninga 29. október. Á endaspretti þingsins voru nokkur mál er varða hagsmuni aðildarfélaga SFF samþykkt.

Vegna umræðu undanfarinna daga

Á undanförnum dögum hefur töluverð umræða skapast um umsögn SFF um frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda sem send var Alþingi í maí síðastliðnum. Umsögnin hefur verið skilin svo að SFF leggi ríka áherslu á að bann verði lagt við beinum lánveitingum lífeyrissjóða. Það var ekki ætlunin með umsögninni.