Fjármálaráðgjafar vottaðir í sjötta sinn

Í gær útskrifuðust 33 starfsmenn aðildarfélaga SFF úr námi til vottunar fjármálaráðgjafa. Þetta ier í sjötta sinn sem starfsmenn banka og sparisjóða eru útskrifaðir úr náminu og hafa nú ríflega 200 hlotið vottun sem fjármálaráðgjafar.

Fjármálavit og Alþjóðleg fjármálalæsisvika

Dagarnir 27. mars til 2. apríl verða helgaðir fjár­málalæsi ungs fólks um heim allan.  Að því tilefni munu Stofnun um fjármálalæsi og Samtök fjármálafyrirtækja vekja athygli á málefninu með ýmsu móti til að efla vitund landans um mikilvægi þekkingar á fjármálum og sparnaði.