SFF-dagurinn vel sóttur

Ríflega 200 manns sóttu SFF-daginn sem fram fór í Arion banka á fimmtudag. Ráðstefnan var helguð þeirri umbyltingu á stafrænni tækni sem er að eiga sér stað í heiminum og hvaða áhrif hún hefur á stöðu fjármálafyrirtækja.

Mikilvægt að auka skilvirkni fjármálakerfisins

Íslenskur fjármálamarkaður stendur á tímamótum nú þegar afnám fjármagnshafta er í sjónmáli. Uppgangur er í efnahagslífinu, kaupmáttur fer vaxandi og atvinnuleysi er lítið og aðgerðir fjármálafyrirtækja og stjórnvalda hafa dregið úr skuldsetningu fyrirtækja og heimila á undanförnum árum. Þetta kom fram í ræðu Steinþórs Pálssonar, stjórnarformanns Samtaka fjármálafyrirtækja á  SFF-deginum í dag.