Birna Einarsdóttir nýr formaður stjórnar SFF

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var kjörin formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja á aðalfundi samtakanna sem fram fór í dag. Birna tekur við af Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, en hann hefur gegnt stjórnarformennsku undanfarin tvö ár.

EFTA dómstóllinn vísar frá máli SFF

Í dag vísaði EFTA dómstóllinn frá máli sem Samtök fjármálafyrirtækja höfðuðu til ógildingar á ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA frá árinu 2014 um að starfsemi Íbúðalánasjóðs falli undir þjónustu í almannaþágu skv. 2. mgr. 59. gr. EES samningsins að teknu tilliti til þeirra takmarkana sem íslensk stjórnvöld hafa sett starfsemi sjóðsins.