SFF áfrýja ákvörðun ESA vegna ÍLS

Þátttaka hins opinbera á markaðnum með almenn fasteignalán er kostnaðarsöm og skaðar íslenska skattgreiðendur. Í ljósi þessa hafa Samtök fjármálafyrirtækja áfrýjað ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 16. júlí í fyrra um að starfsemi Íbúðalánasjóðs (ÍLS), að teknu tilliti til takmarkana sem íslensk stjórnvöld hafa sett  starfseminni, falli undir þjónustu í almannaþágu skv. 2. mgr. 59. gr. EES samningsins.

Fjármálavit kynnt til sögunnar

Samtök fjármálafyrirtækja taka þátt í Evrópsku peningavikunni sem Evrópsku bankasamtökin standa fyrir dagana 9. til 13. mars en markmiðið með henni er að vekja athygli á mikilvægi eflingu fjármálalæsis meðal ungmenna í Evrópu.