Fasteignaráðstefnan 2016

Fasteignaráðsstefnan 2016 verður haldin í Hörpu þann 25. febrúar nk. Um er að ræða einstakan viðburð á innlendum fasteignamarkaði þar sem saman koma lánveitendur, fjárfestar, fasteignasölur, byggingarverktakar, arkitektar, leigufélög, lífeyrissjóðir, opinberar stofnanir og aðrir hagsmunaaðilar á fasteignamarkaðnum.

Fjármálavit á menntadegi atvinnulífsins

Á þriðja tug gesta sóttu menntastofu SFF um Fjármálavit  á menntadegi atvinnulífsins sem haldin var á Hilton Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Fjármálavit er kennsluefni um fjármál sem SFF hafa þróað í samvinnu við kennara og kennaranema og hefur verið kynnt fyrir ríflega þrjú þúsund grunnskólanemum um land allt í vetur við góðar undirtektir.