Fjármálageirinn og samkeppnishæfni: SFF-dagurinn 2014

SFF-dagurinnn verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember. Dagurinn verður helgaður því hvað fjármálageirinn getur gert til þess að efla samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins þannig að hann geti lagt sitt að mörkum til að ná markmiði Samtaka atvinnulífsins um að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu þjóða heims innan tíu ára.

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði

Eitt helsta áherslumál Samtaka fjármálafyrirtækja er að lög og reglur íslensks fjármálamarkaðar séu sambærilegar við það sem þekkist í öðrum Evrópuríkjum. Því miður hefur þróunin í þessum efnum verið óhagstæð á undanförnum árum. Til að vekja á þessu athygli hafa SFF tekið saman yfirlit yfir íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði.