Skráning á SFF daginn 3. apríl: Að vaxa með þjóðinni

Skráning er í fullum gangi á SFF daginn sem fer fram miðvikudaginn 3. apríl klukkan 15 næstkomandi undir yfirskriftinni Að vaxa með þjóðinni – fjármálaþjónusta á Íslandi í 150 ár.

Tilefnið er að í ár eru 150 ár frá upphafi innlendrar reglusetningar um fjármálafyrirtæki hér á landi. Af því tilefni verður horft yfir farinn veg og rýnt í þær áskoranir sem fjármálaþjónusta framtíðarinnar stendur frammi fyrir.

Skráning og nánari upplýsingar hér.

Fundurinn fer fram í Arion banka, Borgartúni 19 kl. 15-17 miðvikudaginn 3. apríl.

Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum.

Þátttakendur á SFF deginum verða:

·      Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.

·      Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

·      Benedikt Gíslason,bankastjóri Arion banka og formaður stjórnar SFF.

·      Kari Olrud Moen,framkvæmdastjóri Finans Norge, systursamtaka SFF í Noregi.

·      Margrét Einarsdóttir,prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

·      Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.

·      Stefán Þór Bjarnason,framkvæmdastjóri Arctica Finance.

·      Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.

·      Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.