Málstofa um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki

Athugið, málstofan verður á Teams

Vegna breyttra aðstæðna hefur verið ákveðið að málstofan verði færð alfarið yfir á Teams. Mikilvægt er að skrá sig á málstofuna, tengill á vefmálstofuna verður sendur til skráðra þátttakenda sunnudagskvöldið 19. desember.

SFF stendur fyrir málstofu um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og fleiri lögum (innleiðing EES-gerða o.fl.) mánudaginn 20. desember.

Smelltu hér til að skrá þig

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um fjámálafyrirtæki og fleiri lögum til að inleiða Evrópugerðir um starfsemi fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði.Guðrún Þorleifsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaða í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Gunnlaugur Helgason formaður nefndar um gerð frumvarpsins kynna frumvarpið.

Smelltu hér og sjáðu drögin í samráðsgátt stjórnvalda

Staður: Teams

Tími: 20. desember kl. 8:30 – 10:00