Umhverfisdagur atvinnulífsins verður rafrænn

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn rafrænt miðvikudaginn 14. október kl. 8.30-10.00.  Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu. Viðburðinum verður streymt rafrænt á vef SA, samfélagsmiðlum og fjölmiðlum.Dagskrá:Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.Ávörp flytja:

  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
  • Kristín L. Árnadóttir, aðstoðarforstjóri LV
  • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion
  • Jónína G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Terra
  • Ari Edwald, forstjóri MS

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða veitt tveimur fyrirtækjum og er það forseti Íslands sem afhendir viðurkenningar fyrir umhverfisframtak ársins og til umhverfisfyrirtækis ársins.Eftirtaldir aðilar koma jafnframt fram í Sjónvarpi atvinnulífsins:

  • Arndís Soffía Sigurðardóttir - Hótel Fljótshlíð – Hótel án úrgangs
  • Berglind Ósk Ólafsdóttir, BYKO –  Umhverfisvænar byggingavörur
  • Bjarni Herrera, Circular Solutions –  Hringrásarhagkerfið
  • Guðlaug Kristinsdóttir, Límtré –  Límtré úr íslenskum við
  • Hafsteinn Helgason, EFLA –  Vindmyllur á Íslandi?
  • Heiða Halldórsdóttir, Orkusalan –  Orkusala án kolefnisfótspors
  • Jón Gestur Ólafsson, Höldur –  Umhverfisvænir bílaleigubílar. Hvað þarf til?
  • Sigrún Hildur Jónsdóttir, Klappir –  Snjöll umhverfisstjórnun
  • Sigurður Pétursson, Arctic Fish –  Umhverfisáskoranir fiskeldis

Smelltu hér til að skrá þig