Gagnlegar upplýsingar

Hér má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur og aðra áhugasama aðila. Þar á meðal eru ráð til að verjast netsvikatilraunum, leiðbeiningar sem tengjast peningaþvætti, hvert leita má ef ágreiningur kemur upp í viðskiptum tengdum fjármála- og vátryggingafélögum sem og hvar nálgast má helstu tölulegu upplýsingar og réttarheimildir tengdar fjármálastarfsemi.

Lög og réttarheimildir

Fjármálaeftirlitið

Á vef Fjármálaeftirlitsins má finna upplýsingar um þær réttarheimildir sem gilda hér á landi um fjármálastarfsemi.

Fara á vef fjármálaeftirlitsins

Alþingi

Á vef Alþingis má finna lagasafn um gildandi lög en einnig upplýsingar um einstök lagafrumvörp og mál sem lögð hafa verið fram á Alþingi

Fara á vef Alþingis

Samráðsgátt

Í samráðsgátt stjórnvalda er óskað eftir umsögnum um mál sem stjórnvöld eru með í vinnslu, til að mynda lagafrumvörp sem til stendur að leggja fram.

Fara á Samráðsgátt
Two ladies standing and talking with each other
Úrskurdanefndir

Komi upp ágreiningur í viðskipti við tryggingafélög eða fjármálafyrirtæki er hægt að fara með mál fyrir úrskurðarnefnd um vátryggingamál, úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki og tjónanefnd vátryggingafélaga.

Peningaþvættisvarnir og skattaeftirlit

Íslensk fjármálafyrirtæki leggja mikla áherslu á öflugar varnir í sinni starfsemi gegn því að þau séu misnotuð í ólöglegum tilgangi

Peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (AML)

Öflugar varnir gegn peningaþvætti eru mikilvægar í starfsemi allra fjármálafyrirtækja. Aðilarfélög SFF leggja metnað sinn í að uppfylla skyldur sínar sem finna má í lögum og regluverki um varnir gegn peningaþvætti sem gilda hér á landi sem og á innri markaði Evrópu. Fjármálafyrirtæki eru tilkynningaskyld og eru þau sú atvinnugrein sem hefur hvað öflugastar peningaþvættisvarnir og á því stærsta hlutdeild allra tilkynninga um grun um peningaþvætti sem sendar eru til lögreglu hér á landi. Þá er rétt að benda á að fjármálafyrirtæki gera jafnframt ríkar kröfur hvert til annars og eru varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hluti allra viðskipta þeirra í milli þvert á landamæri. SFF hafa tekið saman upplýsingablöð þar sem áhrif laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru útlistuð. SFF eiga jafnframt fulltrúa í vinnuhópi evrópsku bankasamtakanna (EBF) um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

FATCA

Ísland er aðili að samningi við Bandaríkin um regluleg upplýsingaskipti vegna fjármálastofnana. Samningurinn er í samræmi við svokölluð FATCA lög (Foreign Account Tax Compliance Act) sem samþykkt voru í Bandaríkjunum á árinu 2010. Samkvæmt lögunum og samningnum ber íslenskum fjármálafyrirtækjum að standa árlega skil á upplýsingum um tekjur og eignir bandarískra skattaðila.  Upplýsingaskiptin fara fram með milligöngu ríkisskattstjóra.  Standi fjármálastofnanir ekki við upplýsingaskyldu sína eiga þær á hættu á að lagður verði 30% afdráttarskattur á greiðslur til þeirra sem eiga uppruna í Bandaríkjunum.

Common Reporting Standard (CRS)

Ísland er aðili að samningi við Bandaríkin um regluleg upplýsingaskipti vegna fjármálastofnana. Samningurinn er í samræmi við svokölluð FATCA lög (Foreign Account Tax Compliance Act) sem samþykkt voru í Bandaríkjunum á árinu 2010. Samkvæmt lögunum og samningnum ber íslenskum fjármálafyrirtækjum að standa árlega skil á upplýsingum um tekjur og eignir bandarískra skattaðila.  Upplýsingaskiptin fara fram með milligöngu ríkisskattstjóra.  Standi fjármálastofnanir ekki við upplýsingaskyldu sína eiga þær á hættu á að lagður verði 30% afdráttarskattur á greiðslur til þeirra sem eiga uppruna í Bandaríkjunum.

Taktu tvær: vörumst netglæpi

Netglæpir kosta samfélagið hundruð milljóna króna á ári. Allir geta orðið fyrir barðinu á netglæpamönnum; einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og opinberar stofnanir.

Taktu Tvaer Image

Öryggi í fjármálaþjónustu

SFF koma að öryggi í fjármálaþjónustu með ýmsum hætti og er netöryggisnefnd starfandi á vettvangi samtakanna

Öryggi viðskiptavina hefur ávallt verið forgangsverkefni íslenskra fjármálafyrirtækja. Hafa ber í huga að óprúttnir aðilar eru sífellt að leita leiða til komast yfir annarra fjármuni á ólögmætan hátt. Því þurfa SFF, fjármálafyrirtækin sjálf og lögregluyfirvöld stöðugt að vera vakandi og fylgjast með þróun þessara mála og auka öryggi í eigin kerfum og starfsaðferðum.

Gátlisti – aðgangsupplýsingar

SFF hafa í þessu skyni sett saman gátlista með helstu atriðum sem hafa ber í huga til þess að vernda aðgangsupplýsingar. Með því að hafa þessi atriði ávallt í huga getur þú hjálpað okkur að tryggja öryggi fjármuna þinna.

Netöryggisnefnd

Öryggi í viðskiptum er ekki eingöngu mál einstaka fyrirtækja og tölvuþrjótar reyna ekki eingöngu að brjóta á einu fyrirtæki eða viðskiptavinum þeirra. Því er mikilvægt að fyrirtæki geti deilt aðferðum netglæpamanna hvor með öðrum til að styrkja varnir sínar gagnvart þeim. Í því skyni er starfandi netöryggisnefnd á vettvangi SFF. Nefndi starfar á grundvelli undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu – Ákvörðun nr.34/2016.