Umsagnir
Umsögn: Tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda
SFF skrifuðu umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (erlendar fjárfestingar). Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skattskyldu erlendra aðila með það að markmiði að efla erlendar fjárfestingar hér á landi.
Stefna í neytendamálum til ársins 2030 - SFF fagna áherslu á fjármálalæsi
SFF fagna því að stefna í neytendamálum kveði á um nútímavæddari löggjöf, einföldun regluverks og aukna skilvirkni. Samtökin benda á að neytendastefna geti verið til þess fallin að efla traust í viðskiptum og stuðla að aukinni tiltrú almennings til atvinnulífsins. SFF telur þó mikilvægt að slíkar stefnur séu útfærðar vandlega og bentu á að gæta þurfi jafnvægis við gerð breytinga á opinberu regluverki og íþyngjandi krafna til fyrirtækja í þágu neytendaverndar. Eitt áhersluatriði aðgerðaráætlunarinnar lýtur að fjármálalæsi. SFF fagna áformum um eflda upplýsingamiðlun, aukna fræðslu til neytenda og áherslu á fjármálalæsi. Að mati samtakanna hefur skortur á yfirsýn og eftirfylgni með stöðu fjármálalæsis hindrað innleiðingu þess á meðal almennings hérlendis fram til þessa.
Umsögn vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. (tollar, skilagjald o.fl.)
SFF hafa skilað inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. (tollar skilagjald o.fl.). Umsögn samtakanna lýtur að þeim hluta frumvarpsins er varðar Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki.
SFF skiluðu nýlega umsögn um endurflutt frumvarp til laga umkílómetragjald á ökutæki. Samtökin skiluðu jafnframt umsögn um málið í mars, er það var flutt á 156. löggjafarþingi. SFF ítreka framkomnar athugasemdir og mælast m.a. áfram til þess að samhliða setningu laga um kílómetragjald á ökutæki verði gerðar breytingar á ákvæðum 3. gr. laga um bifreiðagjald, sem samtökin telja til þess fallnar að draga úr kostnaði, m.a. umsýslu Skattsins/Fjársýslunnar og samræmast sparnaðarhugmyndum ríkisstjórnarinnar.
Innleiðing reglugerða Evrópusambandsins um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu rituðu umsögn um innleiðing reglugerða Evrópusambandsins um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III) þar sem vísað er til fyrri umsagna um málið.
Umsögn um rýni á fjárfestingum erlendra aðila
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hefur skilað umsögn vegna frumvarps til laga um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu. SFF telur verulega óheppilegt ef frumvarpið verði að lögum óbreytt og að það þurfi að skoða betur nokkra þætti í frumvarpinu.
Umsögn í samráðsgátt - frumvarp til laga um réttindavernd fatlaðs fólks
SFF skiluðu nýlega umsögn um frumvarp til laga um réttindavernd fatlaðs fólks. Lagabreytingum er ætlað að tryggja fötluðu fólki, sem mætt hefur kerfislægum hindrunum vegna skerðinga sem það býr við, raunverulegan aðgang að fjármálum sínum og veita nauðsynlegu stuðnings- og aðstoðarhlutverki viðeigandi lagastoð.