Umsagnir
Umsögn til Alþingis um stafrænan viðnámsþrótt (DORA)
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa skilað inn umsögn til Alþingis um endurflutt frumvarp til laga um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar. SFF fagna jákvæðum breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu, þar sem að nokkru leyti var horft til athugasemda í umsögn samtakanna frá því í apríl á þessu ári í tengslum við flutning málsins á 156. löggjafarþingi. Samtökin telja engu að síður mikilvægt að benda á mikilvæga þætti sem nauðsynlegt er að horfa til og hafa ekki skilað sér inn í frumvarpið sem nú liggur fyrir.
Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum varðandi stafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum
SFF hafa skilað umsögn í samráðsgátt um frumvarp dómsmálaráðherra sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum til að auðvelda stafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum. SFF fagnar frumvarpinu og telur það mikilvægt framfaraskref í átt að skilvirkari stjórnsýslu og betri þjónustu fyrir almenning og fyrirtæki. Með því að jafna stöðu rafrænna gagna og pappírsgagna skapast grundvöllur fyrir aukna nýtingu tæknilausna í málsmeðferð. Í umsögninni kemur SFF á framfæri mikilvægum ábendingum þannig að frumvarpið nái fyllilegum tilgangi sínum og því hagræði og skilvirkni sem því er ætlað.