Umsögn um rýni á fjárfestingum erlendra aðila

Samtökunum þykir sérstaklega mikilvægt að benda á eitt tiltekið atriði sem þessi umsögn snýr að. Muni það verða samþykkt óbreytt getur hæglega komið upp sú staða að íslensk fjármálafyrirtæki muni í fjölda tilvika falla undir skilgreiningu frumvarpsins að verða erlendur aðili gagnvart innlendum fyrirtækjum. Komi þær aðstæður upp mun það hafa í för með sér að viðskiptasamningar eins og lán innlends banka, sem gæti verið skilgreindur sem erlendur samkvæmt lögum þessum, verða tilkynningarskyld til ráðherra, rétt eins og um væri að ræða banka sem er sannarlega erlendur, og er skráður með starfsemi sína erlendis. Einnig er á það bent að þetta kann að eiga sér stað í fleiri tilvikum og þarf því að skoða gaumgæfilega hvenær og í hvaða tilvikum aðilar geta fallið undir umrædda skilgreiningu. Samtökin efast um að þetta hafi verið hugleitt við smíði frumvarpsins eða þau umfangsmiklu áhrif sem þetta getur haft í för með sér.

Ef erlendir aðilar eignast 25% eða stærri eignarhlut í íslenskum banka verður hann skilgreindur sem erlendur banki skv. þessum lögum. Skv. 5.gr. frumvarpsins mun það hafa í för með sér að viðskiptasamningar eins og lán bankans til innlendra aðila muni því verða tilkynningarskyld til ráðherra. Þau skilyrði eru mjög víð sem leiðir til þess að hundruðir eða þúsundir lána hjá þeim banka yrðu sérstaklega tilkynningarskyld til ráðherra skv. þessum lögum rétt eins og um væri að ræða lánveitingu banka sem er sannarlega erlendur.

SFF telur að mörkin sem miðað sé við varðandi eignarhlut til að innlent fjármálafyrirtæki teljist erlendur aðili of ströng, þ.e. eignarhlutur sem hlutfall af heildarhlutafé sé of lítill. Hér er rétt að benda á að um er að ræða beina eða óbeina eign og er ekki gerður neinn greinarmunur hvort um er að ræða stóran eða örfáa erlenda kjölfestufjárfesta eða hvort um sé að ræða mjög dreifða eignaraðild óskyldra erlendra aðila þar sem hver og einn hluthafi hefur hverfandi áhrif á stefnu og ákvarðanir bankans. Það er einnig rétt að benda á að hagsmunir íslensks banka með starfsleyfi hérlendis, eru annars eðlis en hjá banka sem er með starfsleyfi í öðru ríki og hefur t.d. litla tengingu við Ísland jafnvel þótt að erlendir aðilar eigi umtalsverðan hlut í íslenska bankanum. Langmest af lánveitingu innlendra banka eru hér innanlands og fara hagsmunir þeirra því almennt saman við innlenda aðila og íslenskt efnahagslíf en það á ekki með sama hætti við um banka sem eru skráðir erlendis en stunda lánveitingar hér á landi.

Verði frumvarpið að lögum mun sú framkvæmd sem hér er lýst hafa mikinn óþarfa kostnað, umstang, óvissu og flækjustig fyrir íslenska banka og íslenska stjórnsýslu,án þess að séð verði hver ábatinn af því eigi að vera. Í þessu sambandi má benda á að Fjármálaeftirlit, Seðlabanka Íslands, fylgist mjög vel og náið með öllum lánveitingum íslenskra banka. Það verður því ekki séð hver þörfiner fyrir ráðherra að fylgjast sérstaklega með þeim lánveitingum jafnvel þó að erlendir aðilar eignist 25% hlut í viðkomandi banka. Mikilvægt er jafnframt að ekki sé enn frekar bætt á skýrslugjöf fyrir banka hérlendis, sem þegar er mjög umfangsmikil og byggir á sömu kröfum og lögð er á önnur fjármálafyrirtæki með starfsleyfi í Evrópu.

Nýjustu umsagnir

Umsögn um rýni á fjárfestingum erlendra aðila

Umsögn í samráðsgátt - frumvarp til laga um réttindavernd fatlaðs fólks

Umsögn til Alþingis um stafrænan viðnámsþrótt (DORA)

Umsögn um lagafrumvarp um verðbréfun

Umsögn til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026

Umsögn um innleiðingu reglugerðar ESB um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum varðandi stafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum

Umsögn um áætlun um innleiðingu EES-gerða á fjármálamarkaði

Umsögn SFF um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035

Umsögn um drög að forgangslista við hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu árin 2024 – 2029

Umsögn um frumvarp um rýni á fjárfestingum erlendra aðila

Umsögn SFF um frumvarp til laga um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingar á varnarmálalögum nr. 34/2008 (netöryggi)

Umsögn SFF um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki

Umsögn um frumvarp um greiðslur yfir landamæri í evrum

Umsögn um frumvarp vegna innleiðingar reglugerðar um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)

Umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum o.fl.

Umsögn um markað fyrir sýndareignir (MiCA)

Rafrænar skuldaviðurkenningar: Þjóðhagslegur ávinningur rafrænna þinglýsinga nái alla leið

Umsögn SFF um skýrslu um kolefnismarkaði

Umsögn SFF til Alþingis um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavíkurbæ vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga

Umsögn um áform vegna innleiðingar á nýjum bankapakka ESB

Umsögn vegna innleiðingar sjálfbærnireikningsskilatilskipunar ESB (CSRD)

Umsögn um drög að frumvarpi um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar (DORA)

Umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á eiginfjárbindingu og eiginfjárkröfu í framkvæmdafjármögnun

Umsögn vegna mögulegrar hækkunar á kaupauka hjá innlendum verðbréfafyrirtækjum

Umsögn SFF um áform um breytingu á lögum um meðferð sakamála o.fl.

Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Umsögn SFF um frumvarp um breytingu á umferðarlögum

Umsögn SFF um frumvarp um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur)

Umsögn SFF um tillögur að endurskoðun greinasviða aðalnámskrá grunnskóla

Umsögn SFF um drög að frumvarpi um ýmsar lagfæringar á löggjöf á fjármálamarkaði

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar)

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um sjúklingatryggingu

24 ábendingar til starfshóps um gullhúðun EES-reglna

Umsögn SFF til Alþings við frumvarp um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun)

Umsögn SFF til Alþingis við frumvarp um fyrirtækjaskrá ofl.

Umsögn um áform í samráðsgátt um gerð frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (lagfæringar)

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn SA og SFF um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun)

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða

Umsögn SFF til Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um slit ógjaldfærra opinberra aðila (ÍL-sjóður)

Umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um aðför og nauðungarsölu

Umsögn SFF og SA um drög að frumvarpi um breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi)

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Umsögn um frumvarp til nýrra laga um sjúklingatryggingu

Umsögn vegna áforma um frumvarp til laga um kílómetragjald

Umsögn SFF um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn SFF, SA og VÍ um frumvarp til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn um áform um breytingar á lögum um söfnunarkassa og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands (Peningaþvætti)

Umsögn vegna áforma um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn

Umsögn um áform um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn um áform til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Sameiginlega umsögn SFF, SA og Viðskiptaráðs um frumvarp til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn um drög að reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, lögum um verðbréfasjóði ofl.

Umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um fjármögnunarviðskipti með verðbréf

Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna

Umsögn um drög að reglugerð um eignaskráningu í verðbréfamiðstöð

Umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn - frumvarp um sértryggð skuldabréf

Umsögn til Alþingis – persónuvernd

Síðari umsögn um frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Umsögn – breyting á húsaleigulögum

Umsögn - Frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Umsögn - frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Sameiginleg umsögn um breytingar á lögum um persónuvernd

Umsögn - frumvarp um greiðslureikninga

Umsögn SFF og SA við frumvarp til breytinga á lögum um skráningu raunverulegra eigenda

Umsögn um breytingu á reglugerð um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti

Umsögn um frumvarp um rafrænar skuldaviðurkenninga