Ráðstefna um ungt fólk og lánamarkaðinn

SFF standa fyrir ráðstefnu ásamt umboðsmanni skuldara um ungt fólk og lánamarkaðinn á Grand Hótel þann 25. mars. Tilefni ráðstefnunnar er meðal annars að á undanförnum misserum hefur ungu fólki sem hefur þurft að leita til umboðsmanns skuldara fjölgað umtalsvert.

SFF leita að lögfræðingi

Í starfinu felst fjölbreytt samstarf við aðildarfélög SFF svo sem vegna innleiðingar EES-gerða á fjármálamarkaði,  gerð umsagna um þingmál og stjórnvaldsfyrirmæli og samskipti við eftirlits- og stjórnsýslustofnanir fyrir hönd aðildarfélaga.