Umhverfisverðlaun atvinnulífsins

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019 verða afhent miðvikudaginn 9. október fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram í Hörpu á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin. SFF er eitt þeirra aðildarfélaga SA sem standa að Umhverfisdeginum.

Margrét til liðs við SFF

Margrét Arnheiður Jónsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðinn til Samtaka fjármálafyrirtækja. Margrét útskrifaðist sem Cand. Jur frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og lauk prófi í verðbréfamiðlun árið 2013.  Margrét hefur reynslu af vátryggingastarfsemi og regluvörslu en hún starfaði sem lögfræðingur á skrifstofu forstjóra VÍS og við regluvörslu fyrir félagið frá árinu 2011 til ársins 2018. Margrét starfaði auk þess  við lögfræðistörf í stjórnsýslunni frá útskrift og þar til hún hóf störf fyrir VÍS