Stefnur og samþykktir SFF

Persónuverndarstefna

Persónuvernd þín skiptir SFF miklu máli. Stefna samtakanna tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum.

Nánari upplýsingar

Stefnuna má finna í heild sinni undir nánari upplýsingum

Samkeppnisstefna

Samkeppnislög byggja á þeim grunni að virk samkeppni í viðskiptum stuðli að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins og hámarki velferð almennings. Samkeppni er þannig talin stuðla að lægra verði, auknum gæðum, betri þjónustu, nýsköpun í vörum og þjónustu og betur reknum og samkeppnishæfari fyrirtækjum. SFF styðja heilbrigða samkeppni í íslensku atvinnulífi neytendum til hagsbóta.

SFF vinna í samræmi við samkeppnistefnu í allri sinni starfsemi.

SFF hafa uppfært samkeppnisstefnu sína sem hefur verið í gildi frá árinu 2016 sem og innri leiðbeiningar samtakanna um fylgni við samkeppnislög.

Í tilefni sáttar við Samkeppniseftirlitið frá 8. mars 2022 hafa samtökin sérstaklega uppfært innri reglur um þátttöku SFF í umræðu um verðlagsmál aðildarfyrirtækja sinna eða þjónustu, þannig að tryggt sé að farið sé að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins frá 2004 um takmarkanir á heimildum SFF hvað varðar opinbert fyrirsvar fyrir aðildarfélög sín. Ráðstafanirnar felast í skýrari innri reglum um þátttöku SFF í opinberri umræðu um verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga, fræðslu og eftirfylgni.

Nánari upplýsingar

Samfélagsleg ábyrgð

Fjármálafyrirtæki og tryggingafélög leggja mikla áherslu á að sýna samfélagslega ábyrgð í verki

Samfélagsleg ábyrgð

Aðildarfyrirtæki SFF leggja mikla áherslu á að sinna hlutverki sínu með samfélagslega ábyrgum hætti. Lögð er áhersla á virðingu fyrir viðskiptavinum og sömuleiðis fyrir regluverki, stofnunum, umhverfi og samfélagslegum gildum.

ESG viðmið

Aðildarfyrirtæki SFF horfa til umhverfis- og félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS) (e.Environmental, Social and Governance (ESG)) í sinni starfsemi. Sér þess m.a. stað í skýrslum þeirra um ófjárhagslegar upplýsingar og fylgni við ESG viðmið Nasdaq.

Siðferðisviðmið á fjármálamarkaði

Fyrir nokkrum árum samþykktu aðildarfyrirtæki SFF siðferðisviðmið í starfsemi fjármálafyrirtækja sem finna má hér til hliðar undir nánari upplýsingar.

Samþykktir SFF

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að opna samþykktir SFF