Umsögn SFF um drög að Atvinnustefnu Íslands – Vaxtarplan til 2035

Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa skilað umsögn um drög að atvinnustefnu til ársins 2035 í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. SFF leggja áherslu á að fjármálaþjónustumarkaður er mikilvægur og nauðsynlegur hlekkur í atvinnulífinu. SFF telja að rými sé til þess að veita þessari mikilvægu stoð atvinnulífsins meira vægi í stefnunni. Ábendingar samtakanna lúta einkum að umgjörð um fjármálaþjónustu og með hvaða hætti fjármálaþjónusta getur stutt við markmið stjórnvalda.

  • SFF undirstrika að öflug, samkeppnishæf fjármálaþjónusta og skilvirk miðlun fjármagns séu lykilforsendur þess að atvinnustefnan nái markmiðum um aukna framleiðni, verðmætasköpun og vel launuð störf. Samtökin hvetja til þess að á hverjum tíma sé hugað að samkeppnishæfni og starfsskilyrðum innlendrar fjármálaþjónustu með tilliti til þess að álögur á hana séu ekki meiri en gengur og gerist annars staðar.
  • Brýnt er að innleiðing EES-regluverks sé vönduð, tímanleg og vel kynnt, auk þess að fylgst sé með alþjóðlegri þróun og talað skýrt fyrir hagsmunum Íslands.
  • SFF styðja einföldun og stafræn umbótaverkefni í opinberri stjórnsýslu og hvetja til þess að ávinningur þeirra skili sér til heimila og fyrirtækja, m.a. með lagabreytingum er snýr að rafrænum skuldaviðurkenningum.
  • SFF leggja áherslu á að menntakerfið stuðli sem best að því að skapa þá fjölbreyttu sérfræðiþekkingu sem vaxandi atvinnustarfsemi mun kalla eftir á hverjum tíma.

Benda SFF á að mikilvægt sé að efla hlutabréfamarkaðinn og erlenda fjárfestingu hér á landi. SFF hafa m.a. í umsögnum um lagafrumvörp talað með jákvæðum hætti um eflingu erlendrar fjárfestingar hérlendis.

Þá benda SFF á umfjöllun á ráðstefnunni „Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn“ sem samtökin héldu ásamt Nasdaq í nóvember. Á ráðstefnunni var samhljómur um mikilvægi erlendra fjárfestinga og mikilvægi öflugs hlutabréfamarkaðs. Eftirfarandi var nefnt í dæmaskyni yfir leiðir sem fram komu á ráðstefnunni.

  • Einstaklingar njóti skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa.
  • Einstaklingum verði leyft að fjárfesta hluta af viðbótarlífeyrissparnaði sínum.
  • Teknir verði upp fjárfestingarreikningar að erlendri fyrirmynd - reikningar verði sveigjanlegir og einfaldir og þeim fylgi skattalegt hagræði.
  • Arðgreiðslur geti farið fram oftar, t.d. fjórum sinnum á ári.
  • Magnbundnar takmarkanir á fjárfestingaheimildum lífeyrissjóða verði afnumdar.
  • Fjármálalæsi verði bætt – Það styður við aukna þátttöku almennings á markaðnum.
  • Skattskylda á hagnaði erlendra aðila af hlutabréfum verði afnumin.

SFF bentu jafnframt á að huga þarf að umgjörð um innlenda fjármálastarfsemi. Þrátt fyrir að erlendar fjárfestingar og fjárfestingar í atvinnuvegum hafi verið í brennidepli að undanförnu verður að hafa í huga að innlend fjármálastarfsemi er ekki síður mikilvæg. Telja verður að ekki hafi verið lögð næg áhersla á að efla innlendan fjármálamarkað og þá umgjörð sem fjármálastarfsemi er búin hér á landi. Mikilvægt er að horfa til þess að innlendur fjármálamarkaður sé samkeppnishæfur þegar kemur að þeim löndum sem við berum okkur saman við.

SFF leggja áfram áherslu á mikilvægi innlendrar fjármálastarfsemi og benda m.a. á að öflug, samkeppnishæf fjármálaþjónusta og skilvirk miðlun fjármagns séu lykilforsendur þess að markmiðum atvinnustefnunnar um aukna framleiðni, verðmætasköpun og vel launuð störf verði náð. Íslensk fjármálafyrirtæki skapa verðmæt og vel launuð störf, bæði beint, í tilfelli starfsmanna þeirra, og óbeint með því að sinna þörfum íslensks atvinnulífs, en hvers kyns álögur á fjármálamarkaði draga úr svigrúmi til áframhaldandi sköpunar slíkra starfa.

SFF fagna markmiðum um einföldun regluverks í atvinnustefnunni, stöðugu fyrirsjáanlegu og samkeppnishæfi rekstrarumhverfi, stafræna stjórnsýslu og að fjarlægja eigi óþarfa hindranir fyrir stofnun og rekstur fyrirtækja og efla þannig samkeppnishæfni þeirra. Samtökin styðja því áframhaldandi einföldun og stafræn umbótaverkefni í opinberri stjórnsýslu og hvetja til þess að ávinningur þeirra skili sér til heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að gæta þess að fjármálamarkaður verði ekki eftir í stafvæðingu stjórnalda, enda hefur fjármálamarkaður hérlendis verið drifkraftur í stafrænni þjónustu um árabil. Mikilvægt er að stuðla að umbótum sem ná einnig til atvinnulífsins og nefna má sérstaklega mikilvæga breytingu á löggjöf er snýr að rafrænum skuldaviðurkenningum.

SFF hefur í nokkurn tíma talað fyrir því að mikilvægt sé að útrýma íþyngjandi gullhúðun/blýhúðun Evrópureglna og séríslenskum lagaákvæðum um fjármálastarfsemi og leggja áfram áherslu á það í umsögninni.

Að lokum ítreka samtökin í umsögn sinni áherslu á að menntakerfið stuðli sem best að sköpun fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar, enda eykst þörf fyrir slíka þekkingu samhliða vaxandi atvinnustarfsemi. Þá verði kennsla í fjármálalæsi hluti af skyldunámi. Ekkert barn á að fara út í lífið án grundvallarþekkingar á fjármálum. Með þeim hætti jöfnum við tækifæri allra barna burtséð frá baklandi og búsetu til að byggja upp heilbrigðan fjárhag.

Gangi þetta eftir eru allar forsendur fyrir því að innlend fjármálaþjónusta geti áfram stuðlað að bættum lífskjörum og aukinni framleiðni hér á landi.

Samtökin lýsa sig reiðubúin til frekara samtals við stjórnvöld um málið, aðkomu að útfærslu og tillögum þeim er hér hafa verið nefndar.

Umsögn SFF um málið í heild sinni má sjá hér.

Málið á síðu Samráðsgáttar má sjá hér.

Nýjustu umsagnir

Umsögn SFF um drög að Atvinnustefnu Íslands – Vaxtarplan til 2035

Umsögn: Stafrænar umbætur hafa dregist of lengi – Tímabært að ljúka ferlinu

Umsögn SFF um frumvarp til laga um markaði fyrir sýndareignir (MiCA)

Umsögn um frumvarp vegna breytinga á lögum um Náttúruhamfaratryggingu

Umsögn: Tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda

Stefna í neytendamálum til ársins 2030 - SFF fagna áherslu á fjármálalæsi

Umsögn vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. (tollar, skilagjald o.fl.)

Umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki.

Innleiðing reglugerða Evrópusambandsins um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)

Umsögn um rýni á fjárfestingum erlendra aðila

Umsögn í samráðsgátt - frumvarp til laga um réttindavernd fatlaðs fólks

Umsögn til Alþingis um stafrænan viðnámsþrótt (DORA)

Umsögn um lagafrumvarp um verðbréfun

Umsögn til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026

Umsögn um innleiðingu reglugerðar ESB um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum varðandi stafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum

Umsögn um áætlun um innleiðingu EES-gerða á fjármálamarkaði

Umsögn SFF um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035

Umsögn um drög að forgangslista við hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu árin 2024 – 2029

Umsögn um frumvarp um rýni á fjárfestingum erlendra aðila

Umsögn SFF um frumvarp til laga um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingar á varnarmálalögum nr. 34/2008 (netöryggi)

Umsögn SFF um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki

Umsögn um frumvarp um greiðslur yfir landamæri í evrum

Umsögn um frumvarp vegna innleiðingar reglugerðar um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)

Umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum o.fl.

Umsögn um markað fyrir sýndareignir (MiCA)

Rafrænar skuldaviðurkenningar: Þjóðhagslegur ávinningur rafrænna þinglýsinga nái alla leið

Umsögn SFF um skýrslu um kolefnismarkaði

Umsögn SFF til Alþingis um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavíkurbæ vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga

Umsögn um áform vegna innleiðingar á nýjum bankapakka ESB

Umsögn vegna innleiðingar sjálfbærnireikningsskilatilskipunar ESB (CSRD)

Umsögn um drög að frumvarpi um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar (DORA)

Umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á eiginfjárbindingu og eiginfjárkröfu í framkvæmdafjármögnun

Umsögn vegna mögulegrar hækkunar á kaupauka hjá innlendum verðbréfafyrirtækjum

Umsögn SFF um áform um breytingu á lögum um meðferð sakamála o.fl.

Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Umsögn SFF um frumvarp um breytingu á umferðarlögum

Umsögn SFF um frumvarp um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur)

Umsögn SFF um tillögur að endurskoðun greinasviða aðalnámskrá grunnskóla

Umsögn SFF um drög að frumvarpi um ýmsar lagfæringar á löggjöf á fjármálamarkaði

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar)

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um sjúklingatryggingu

24 ábendingar til starfshóps um gullhúðun EES-reglna

Umsögn SFF til Alþings við frumvarp um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun)

Umsögn SFF til Alþingis við frumvarp um fyrirtækjaskrá ofl.

Umsögn um áform í samráðsgátt um gerð frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (lagfæringar)

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn SA og SFF um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun)

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða

Umsögn SFF til Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um slit ógjaldfærra opinberra aðila (ÍL-sjóður)

Umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um aðför og nauðungarsölu

Umsögn SFF og SA um drög að frumvarpi um breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi)

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Umsögn um frumvarp til nýrra laga um sjúklingatryggingu

Umsögn vegna áforma um frumvarp til laga um kílómetragjald

Umsögn SFF um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn SFF, SA og VÍ um frumvarp til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn um áform um breytingar á lögum um söfnunarkassa og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands (Peningaþvætti)

Umsögn vegna áforma um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn

Umsögn um áform um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn um áform til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Sameiginlega umsögn SFF, SA og Viðskiptaráðs um frumvarp til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn um drög að reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, lögum um verðbréfasjóði ofl.

Umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um fjármögnunarviðskipti með verðbréf

Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna

Umsögn um drög að reglugerð um eignaskráningu í verðbréfamiðstöð

Umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn - frumvarp um sértryggð skuldabréf

Umsögn til Alþingis – persónuvernd

Síðari umsögn um frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Umsögn – breyting á húsaleigulögum

Umsögn - Frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Umsögn - frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Sameiginleg umsögn um breytingar á lögum um persónuvernd

Umsögn - frumvarp um greiðslureikninga

Umsögn SFF og SA við frumvarp til breytinga á lögum um skráningu raunverulegra eigenda

Umsögn um breytingu á reglugerð um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti

Umsögn um frumvarp um rafrænar skuldaviðurkenninga