Umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um fjármögnunarviðskipti með verðbréf
Samtök fjármálafyrirtækja hafa skilað umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um fjármögnunarviðskipti með verðbréf. Athugasemdir SFF lúta fyrst og fremst að því að að gefa þurfi fyrirtækjum á fjármálamarkaði meiri tíma til að aðlaga sig að gildistöku laganna. Bent er á að með frumvarpinu er verið að innleiða tæknilega flókna reglugerð frá ESB sem og tæknistaðla um hvernig skuli uppfylla nýjar tæknilegar kröfur og ítarlegar skýrsluskilakröfur sem m.a. kunna að krefjast tímafrekrar forritunar og þjálfunar starfsmanna vegna nýrra verkferla. Með umsögninni er því ítrekuð beiðni sem fram hefur komið í samráðsgátt um rýmri aðlögunartíma til að tryggja að innleiðing verði framkvæmd með fullnægjandi hætti með viðeigandi lausnum og prófunum á þeim. Samtökin leggja því til að lögin taki gildi þann 1. mars 2024 í stað 1. júlí 2023.