Umsögn um innleiðingu reglugerðar ESB um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)
SFF hafa skilað inn umsögn vegna frumvarps um innleiðingu reglugerðar Evrópusambandsins um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III). Talið er að innleiðingin muni draga lítillega úr eiginfjárkröfum til meðalstórra og minni banka sem styðjast við svokallað staðalaðferð við mat á eiginfjárþörf en allir íslensku bankarnir nota staðalaðferð. Ef rétt reynist er ástæða til þess að fagna því enda eiginfjárkröfur á íslenska banka einhverjar þær ströngustu í Evrópu. Margir stórir bankar notast við innramat til þess að meta eiginfjárþörf en eiginfjárkröfur á slíka banka hafa verið minni en á þá sem notast við staðalaðferð. Þessar breytingar munu leiða til þess að munur á eiginfjárkröfum banka sem notast við innra mat og þeirra sem nota staðalaðferð mun minnka sem eykur þá samkeppnishæfni innlendra banka gagnvart erlendum.
Frumvarpið var á dagskrá á síðasta þingi en náðist ekki í gegn. Hér má lesa umsögn SFF vegna þess frumvarps.