Umsögn SFF um frumvarp til laga um markaði fyrir sýndareignir (MiCA)
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu skrifuðu umsögn um frumvarp til laga um markaði fyrir sýndareignir. SFF sendu jafnframt umsögn um málið í samráðsferlinu.
Rétt er að hafa í huga að um er að ræða innleiðingu reglugerðar sem takmarkað svigrúm er til þess að hafa áhrif á og hefur hún tekið gildi í löndunum í kringum okkur.
Samtökin vísa jafnframt til nýlegrar könnunar á fjárfestingahegðun Íslendinga, sem framkvæmd var af Gallup. Könnunin sýndi fram á aukna fjárfestingu almennings í rafmyntum. Mikilvægt er að fólk geti tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar og sé meðvitað um þá áhættu sem slíkar ákvarðanir geta haft í för með sér.
Samtökin hafa leitast við að stuðla að efldu fjármálalæsi meðal almennings og þykir nauðsynlegt að fjármálalæsi verði hluti af aðalnámskrá og kennt með skipulegum hætti í öllum grunnskólum landsins.
Sjá málið á vef Alþingis hér.
Umsögnina í heild sinni má nálgast hér.