Umsögn um áætlun um innleiðingu EES-gerða á fjármálamarkaði
SFF skiluðu nýlega umsögn um áætlun um innleiðingu EES-gerða á fjármálamarkaði. Samtökin fagna því að birtur sé opinberlega í þriðja sitt listi yfir mál sem skilgreind hafa verið sem forgangsmál varðandi innleiðingar í íslenskan rétt á fjármálamarkaði. SFF hafa bent á að vönduð umgjörð og lagasetning um fjármálastarfsemi sé grundvallaratriði að skilvirkri og traustri fjármálaþjónustu og að mikilvægt sé að fjármálafyrirtæki hérlendis búi við þannig starfsskilyrði að þau séu samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi. Minnt var á að innlend fjármálafyrirtæki búa við ýmsar íþyngjandi kröfur sem eru töluvert umfram það sem gerist á hinum Norðurlöndunum og Evrópu. SFF telur mikilvægt að hafa þau sjónarmið í huga við innleiðingar hérlendis á fjármálamarkaði og að gæta að því að ekki sé gengið lengra en nauðsynlegt er við innleiðingar, sér í lagi sé horft til smæðar markaðarins.
SFF telur mikilvægt að hugað sé áfram að vandaðri og tímanlegri innleiðingu tilskipana og reglugerða um fjármálastarfsemi. SFF tekur undir með Fjármála- og efnahagsráðuneytinu að jákvætt sé að innleiðingarhalli hafi minnkað. SFF nefnir einnig að miklu máli skiptir að hagaðilar séu upplýstir tímanlega um fyrirsjáanlegar breytingar á löggjöf, og um nýja löggjöf, þannig að nægt svigrúm gefist til aðlögunar.
Sjá málið í samráðsgátt hér.