Umsögn - frumvarp um greiðslureikninga
SFF hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp um greiðslureikninga. Samkvæmt ákvæðum frumvarpsins verður bönkum og sparisjóðum óheimilt að mismuna neytendum með lögmæta búsetu á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli nokkurrar ástæðu svo sem ríkisfangs, þjóðernis o.fl. Þeim verður skylt að bjóða neytanda almenna greiðslureikninga. Þannig hefur neytandi sem hefur lögmæta búsetu á Evrópska efnahagssvæðinu rétt á að stofna og nota almennan greiðslureikning hjá lánastofnun hér á landi. Framangreint á einnig við um þá sem ekki hafa fasta búsetu, hælisleitendur og þá sem ekki hefur verið veitt dvalarleyfi en brottvísun er ekki möguleg af lagalegum eða öðrum ástæðum. Með öðrum orðum verður bönkum og sparisjóðum skylt að opna greiðslureikning fyrir þessa aðila ef þeir óska eftir því. SFF eru fylgjandi lögfestingu frumvarpsins en benda á nokkur atriði í umsögninni sem betur mega fara.Umsögnina má lesa hér