Stefna í neytendamálum til ársins 2030 - SFF fagna áherslu á fjármálalæsi
SFF skrifuðu umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu í neytendamálum til ársins 2030.
SFF fagna því að stefna í neytendamálum kveði á um nútímavæddari löggjöf, einföldun regluverks og aukna skilvirkni. Samtökin benda á að neytendastefna geti verið til þess fallin að efla traust í viðskiptum og stuðla að aukinni tiltrú almennings til atvinnulífsins. SFF telur þó mikilvægt að slíkar stefnur séu útfærðar vandlega og bentu á að gæta þurfi jafnvægis við gerð breytinga á opinberu regluverki og íþyngjandi krafna til fyrirtækja í þágu neytendaverndar.
Fjármálalæsi
Eitt áhersluatriði aðgerðaráætlunarinnar lýtur að fjármálalæsi. SFF fagna áformum um eflda upplýsingamiðlun, aukna fræðslu til neytenda og áherslu á fjármálalæsi. Að mati samtakanna hefur skortur á yfirsýn og eftirfylgni með stöðu fjármálalæsis hindrað innleiðingu þess á meðal almennings hérlendis fram til þessa. Tilviðbótar við jákvæðar áherslur í neytendastefnu leggja SFF til að gripið verði til aðgerða sem stuðla að auknu fjármálalæsi hér á landi. Í fyrsta lagi leggja SFF til að tryggt verði að fjármálalæsi sé kennt í öllum grunnskólum landsins með samræmdum og heildstæðum hætti. Í öðru lagi leggja SFF til að stjórnvöld komi á fót landsstefnu í fjármálalæsi í samræmi við leiðbeiningar OECD.
Í rúman áratug hafa SFF lagt áherslu á að bæta fjármálalæsi almennings og verið leiðandi í þeim efnum hér á landi. SFF settu fræðsluvettvanginn Fjármálavit á laggirnar árið 2014 og hafa staðið að rekstri þess með stuðningi frá Landssamtökum lífeyrissjóða frá 2017. Fjármálavit styðja grunn- og framhaldsskóla með fríu námsefni um fjármál og bregðast þar með við skorti á samræmdu námsefni í fjármálum, en um 21.000 eintök af kennslubókum hefur verið dreift endurgjaldslaust í íslenska skóla áundanförnum 8 árum. Einnig hafa verið haldin námskeið fyrir kennara í samstarfi við sveitarfélög og menntastofnanir til að mæta þörf á meiri menntun kennara á þessu sviði. Þá hafa SFF átt gott samtal við stjórnvöld og aðra hagaðila að því markmiði að innleiða kennslu í fjármálalæsi í alla grunn- og framhaldsskólalandsins. Með öfluga neytendastefnu að leiðarljósi gefst tækifæri til að móta skýra stefnu í innleiðingu á góðu fjármálalæsi meðal almennings á Íslandi og tryggja þar meðvel upplýsta neytendur til framtíðar. Ekkert barn á að fara út í lífið án grundvallarþekkingar á fjármálum. Með þeim hætti jöfnum við tækifæri allra barna burtséð frá baklandi og skólahverfi til að byggja upp heilbrigðan fjárhag. SFF leggja áherslu á að það er virkilega jákvætt að fjármálalæsi sé í forgrunni í neytendastefnu stjórnavalda.
Markaðssetning
Hvað umfjöllun um markaðssetningu varðar bentu SFF á að um fjármálaþjónustu gildir að nokkru leyti sértæk löggjöf um markaðssetningu og því sé mikilvægt aðtaka mið af þeim reglum sem þar gilda um aðildarfélög SFF, m.a. til þess aðandstæðar réttarreglur rekist ekki á, með tilheyrandi réttaróvissu og til þessað koma í veg fyrir blýhúðun.
Samtökin velta því jafnframt upp hvort hækkun sektarheimilda sé heppilegasta leiðin til þess að stuðla að aukinni neytendavernd og benda á að rétt sé að skoða aðra, síður íþyngjandi kosti, að teknu tilliti til meðalhófs, sem falla mögulega betur að öðrum markmiðum með fyrirhugaðri lagasetningu.
Skýrt regluverk og hagfellt rekstrarumhverfi
SFF hvetja stjórnvöld jafnframt til þess að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda felst fyrst og fremst í öflugu atvinnulífi, en ekki auknum útgjöldum s.s. auknum útgjöldum til eftirlitsstofnana. Að stuðla aðvönduðu, einföldu og skýru regluverki, öflugri samkeppni og hagfelldu rekstrarumhverfi skiptir sköpum í þessu samhengi.
Umsögnina í heil sinni má nálgast hér.