Umsögn um áform um innleiðingu reglugerðar (ESB) 2025/2075, um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 909/2014 að því er varðar styttingu uppgjörstíma viðskipta með fjármálagerninga (T+1).
SFF skiluðu umsögn í gegnum samráðsgátt stjórnvalda um áform um innleiðingu reglugerðar (ESB) 2025/2075, um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 909/2014 að því er varðar styttingu uppgjörstíma viðskipta með fjármálagerninga (T+1).
Breytingin krefst aðlögunar ferla og uppfærslu fjármálainnviða sem koma við sögu í eftirviðskiptum og henni munu fylgja áskoranir við samhæfingu þvert á ólíka innviði og starfsemi.
Í umsögn ítreka SFF áherslur á vandaða og tímanlega innleiðingu evrópsks regluverks. Samtökin bentu á mikilvægi þess að stjórnvöld miðluðu upplýsingum á skilvirkan máta svo almenningur og fyrirtæki í landinu gætu lagað sig aðbreytingunum í tæka tíð.
SFF mæltust jafnframt til þess að hagsmunaaðilar yrðu hafðir með í ráðum við innleiðingarvinnu og leitað yrði til þeirra á fyrri stigum. Með því að leita í auknum mæli eftir aðkomu haghafa telja samtökin unnt að ná betri árangri við innleiðingu flókinna tilskipana og gerða í íslenskan rétt.
SFF vísuðu til umsagnarinnar í tengslum við mál S-239/2025 þar sem sömu sjónarmið eru talin eiga við um málin tvö.