Umsögn: Stafrænar umbætur hafa dregist of lengi – Tímabært að ljúka ferlinu

SFF skrifuðu umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stafrænnar og rafrænnar málsmeðferðar hjá sýslumönnum og dómstólum, en samtökin hafa áður sent inn umsögn um málið í samráðsgátt.

Miðlun gagna á rafrænu eða stafrænu formi

Mikilvægt er að taka af tvímæli um að skjöl undirrituð fullgildri rafrænni undirritun teljist frumrit í lagalegum skilningi, en SFF hafa lagt til að einkaaðilum verði heimilað að birta gögn, sér í lagi greiðsluáskoranir, í stafrænu pósthólfi. Bent var á að það verði að vera hægt að leggja fram gögn á rafrænu formi án þess að efast verði um uppruna þeirra. Samtökin hafa bent á leiðir sem færar eru til framlagningar á umræddum gögnum án þess að heilleika þeirra verði stefnt í hættu.

Birting gagna í stafrænu pósthólfi

Sömu hagkvæmnissjónarmið búa að baki afhendingu gagna í gegnum stafrænt pósthólf, hvort sem sendandi er opinber- eða einkaaðili. Sérstaklega aðkallandi er að gera einkaaðilum kleift að birta greiðsluáskoranir með stafrænum hætti, t.a.m. gagnvart aðilum sem eru óstaðfestir í hús eða hafa óþekkt heimilisfang erlendis. Samtökin hafa jafnframt lagt til að birta mætti greiðsluáskoranir í Lögbirtingablaðinu við slíkar aðstæður, enda er sá birtingarmáti þegar heimill fyrir stefnur í einkamálum skv. 83. gr. laga um meðferð einkamála. Mikilvægt er að atvinnulífið, sem hefur um árabil verið leiðandi á sviði stafrænna lausna, dragist ekki aftur úr við stafvæðingu.

Rafrænar skuldaviðurkenningar – Tækifæri til frekari umbóta

Stafræn og rafræn málsmeðferð er liður í umbótaferli sem hófst með verkefninu um rafrænar þinglýsingar, en með aukinni tilfærslu málsmeðferðar yfir á rafrænt og stafrænt form er stigið skref í rétta átt. Mikið framfaraskref var þegar lögum var breytt á þann hátt að þinglýsingar gætu farið fram rafrænt en fyrsta rafræna skuldabréfinu var þinglýst árið 2021. Áætlaður þjóðhagslegur ábati þess verkefnis var á sínum tíma talinn að yrði ekki undir 1,2 til 1,7 milljörðum króna og var þá ekki allt tiltekið. Hagræði rafrænna þinglýsinga hefur þó aðeins náðst að hálfu sökum þess að enn þarf undirskrift á pappír á lánasamninga sem þarfnast þinglýsinga. Markmiðinu verður því ekki fyllilega náð fyrr en umræddar breytingar hafa náð fram að ganga. Á undanförnum misserum hafa SFF beitt sér fyrir því að stjórnvöld ljúki ferlinu sem fyrst enda er vonast til að með aukinni stafvæðingu verði unnt að ná fram aukinni skilvirkni og bæta þjónustu við almenning og fyrirtæki í landinu. Forsagan er þó mun lengi og hafa SFF allt frá árinu 2016 kallað eftir að sett verði lög um rafrænar skuldaviðurkenningar. Frumvarp þess efnis hefur ekki náð fram að ganga á fyrri þingum og er ekki að finna í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar á yfirstandi þingvetri. Samtökin hafa nýverið bent á aðra lausn sem felst í því að breyta núgildandi löggjöf á þann hátt að hægt verði að klára lánaferli sem þarfnast þinglýsinga frá A-Ö rafrænt.

Í umsögn SFF eru stjórnvöld hvött til að grípa tækifærið og ljúka verkefninu um rafrænar þinglýsingar og gera rafrænar skuldaviðurkenningar að veruleika, hvort sem það er gert með umræddum lagabreytingum eða að leggja aftur fram frumvarp um rafrænar skuldaviðurkenningar. Samtökin ítrekuðu sérstaklega sjónarmið er lúta að verulegum hagsmunum atvinnulífsins af því að innleiðing rafrænna skuldaskjala nái fram að ganga. Það hagræði sem vænst er til af rafrænni og stafrænni málsmeðferð verður ekki tryggt nema skrefið verði stigið í heild sinni og full rafræn útgáfa veðlána verði að veruleika.

Í dæmaskyni var bent á að lántakar og lánveitendur búi í dag við tvöfalt kerfi, þ.e. að undirrita þurfi skuldabréf á pappír til þess að lánveitandi geti notið lagalegs hagræðis skuldabréfa, þrátt fyrir að þinglýsingin sjálf geti farið fram með rafrænum hætti. Þannig verður fullum ávinningi ekki náð fyrr en réttarbótin verður innleidd að fullu leyti.

Sjá frekari umfjöllun og ítarlegri greiningu hvað þetta varðar í umsögn SFF um málið í samráðsgátt.

Umsögn SFF um málið í heild sinni má sjá hér.

Um málið á síðu Alþingis.

Nýjustu umsagnir

Umsögn: Stafrænar umbætur hafa dregist of lengi – Tímabært að ljúka ferlinu

Umsögn SFF um frumvarp til laga um markaði fyrir sýndareignir (MiCA)

Umsögn um frumvarp vegna breytinga á lögum um Náttúruhamfaratryggingu

Umsögn: Tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda

Stefna í neytendamálum til ársins 2030 - SFF fagna áherslu á fjármálalæsi

Umsögn vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. (tollar, skilagjald o.fl.)

Umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki.

Innleiðing reglugerða Evrópusambandsins um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)

Umsögn um rýni á fjárfestingum erlendra aðila

Umsögn í samráðsgátt - frumvarp til laga um réttindavernd fatlaðs fólks

Umsögn til Alþingis um stafrænan viðnámsþrótt (DORA)

Umsögn um lagafrumvarp um verðbréfun

Umsögn til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026

Umsögn um innleiðingu reglugerðar ESB um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum varðandi stafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum

Umsögn um áætlun um innleiðingu EES-gerða á fjármálamarkaði

Umsögn SFF um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035

Umsögn um drög að forgangslista við hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu árin 2024 – 2029

Umsögn um frumvarp um rýni á fjárfestingum erlendra aðila

Umsögn SFF um frumvarp til laga um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingar á varnarmálalögum nr. 34/2008 (netöryggi)

Umsögn SFF um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki

Umsögn um frumvarp um greiðslur yfir landamæri í evrum

Umsögn um frumvarp vegna innleiðingar reglugerðar um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)

Umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum o.fl.

Umsögn um markað fyrir sýndareignir (MiCA)

Rafrænar skuldaviðurkenningar: Þjóðhagslegur ávinningur rafrænna þinglýsinga nái alla leið

Umsögn SFF um skýrslu um kolefnismarkaði

Umsögn SFF til Alþingis um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavíkurbæ vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga

Umsögn um áform vegna innleiðingar á nýjum bankapakka ESB

Umsögn vegna innleiðingar sjálfbærnireikningsskilatilskipunar ESB (CSRD)

Umsögn um drög að frumvarpi um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar (DORA)

Umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á eiginfjárbindingu og eiginfjárkröfu í framkvæmdafjármögnun

Umsögn vegna mögulegrar hækkunar á kaupauka hjá innlendum verðbréfafyrirtækjum

Umsögn SFF um áform um breytingu á lögum um meðferð sakamála o.fl.

Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Umsögn SFF um frumvarp um breytingu á umferðarlögum

Umsögn SFF um frumvarp um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur)

Umsögn SFF um tillögur að endurskoðun greinasviða aðalnámskrá grunnskóla

Umsögn SFF um drög að frumvarpi um ýmsar lagfæringar á löggjöf á fjármálamarkaði

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar)

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um sjúklingatryggingu

24 ábendingar til starfshóps um gullhúðun EES-reglna

Umsögn SFF til Alþings við frumvarp um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun)

Umsögn SFF til Alþingis við frumvarp um fyrirtækjaskrá ofl.

Umsögn um áform í samráðsgátt um gerð frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (lagfæringar)

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn SA og SFF um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun)

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða

Umsögn SFF til Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um slit ógjaldfærra opinberra aðila (ÍL-sjóður)

Umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um aðför og nauðungarsölu

Umsögn SFF og SA um drög að frumvarpi um breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi)

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Umsögn um frumvarp til nýrra laga um sjúklingatryggingu

Umsögn vegna áforma um frumvarp til laga um kílómetragjald

Umsögn SFF um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn SFF, SA og VÍ um frumvarp til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn um áform um breytingar á lögum um söfnunarkassa og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands (Peningaþvætti)

Umsögn vegna áforma um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn

Umsögn um áform um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn um áform til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Sameiginlega umsögn SFF, SA og Viðskiptaráðs um frumvarp til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn um drög að reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, lögum um verðbréfasjóði ofl.

Umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um fjármögnunarviðskipti með verðbréf

Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna

Umsögn um drög að reglugerð um eignaskráningu í verðbréfamiðstöð

Umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn - frumvarp um sértryggð skuldabréf

Umsögn til Alþingis – persónuvernd

Síðari umsögn um frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Umsögn – breyting á húsaleigulögum

Umsögn - Frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Umsögn - frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Sameiginleg umsögn um breytingar á lögum um persónuvernd

Umsögn - frumvarp um greiðslureikninga

Umsögn SFF og SA við frumvarp til breytinga á lögum um skráningu raunverulegra eigenda

Umsögn um breytingu á reglugerð um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti

Umsögn um frumvarp um rafrænar skuldaviðurkenninga