Hnotskurn: Fjármálalæsi

Hnotskurn, ritröð Samtaka fjármálafyrirtækja um fjármál og efnahagsmál, er komin út. Í þetta sinn fjallar ritið um fjármálalæsi og fjármálafræðslu ungs fólks.Börn og ungmenni standa nær daglega frammi fyrir ákvörðunum um ráðstöfun peninga. Því er fræðsla um þjónustu og fjármálavörur lykilatriði þegar kemur að því að ala upp vel læsa  einstaklinga á fjármál. Eitt af helstu baráttumálum SFF frá stofnun hefur verið efling fjármálafræðslu ungmenna og hafa samtökin lagt áherslu á að slík fræðsla verði hluti af námskrá grunnskóla. Líkt og kunnugt er hafa SFF undan farin ár boðið grunnskólum upp á heimsóknir frá starfsmönnum úr fjármálafyrirtækjum með námsefnið Fjármálavit og fengið afar góðar undirtektir kennara og nemenda.Um þetta er fjallað í Hnotskurninni ásamt áherslum í fjármálafræðslu ungmenna í víðu samhengi.