Umsagnir
Umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki.
SFF skiluðu nýlega umsögn um endurflutt frumvarp til laga umkílómetragjald á ökutæki. Samtökin skiluðu jafnframt umsögn um málið í mars, er það var flutt á 156. löggjafarþingi. SFF ítreka framkomnar athugasemdir og mælast m.a. áfram til þess að samhliða setningu laga um kílómetragjald á ökutæki verði gerðar breytingar á ákvæðum 3. gr. laga um bifreiðagjald, sem samtökin telja til þess fallnar að draga úr kostnaði, m.a. umsýslu Skattsins/Fjársýslunnar og samræmast sparnaðarhugmyndum ríkisstjórnarinnar.
Innleiðing reglugerða Evrópusambandsins um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu rituðu umsögn um innleiðing reglugerða Evrópusambandsins um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III) þar sem vísað er til fyrri umsagna um málið.
Umsögn um rýni á fjárfestingum erlendra aðila
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hefur skilað umsögn vegna frumvarps til laga um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu. SFF telur verulega óheppilegt ef frumvarpið verði að lögum óbreytt og að það þurfi að skoða betur nokkra þætti í frumvarpinu.
Umsögn í samráðsgátt - frumvarp til laga um réttindavernd fatlaðs fólks
SFF skiluðu nýlega umsögn um frumvarp til laga um réttindavernd fatlaðs fólks. Lagabreytingum er ætlað að tryggja fötluðu fólki, sem mætt hefur kerfislægum hindrunum vegna skerðinga sem það býr við, raunverulegan aðgang að fjármálum sínum og veita nauðsynlegu stuðnings- og aðstoðarhlutverki viðeigandi lagastoð.
Umsögn til Alþingis um stafrænan viðnámsþrótt (DORA)
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa skilað inn umsögn til Alþingis um endurflutt frumvarp til laga um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar. SFF fagna jákvæðum breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu, þar sem að nokkru leyti var horft til athugasemda í umsögn samtakanna frá því í apríl á þessu ári í tengslum við flutning málsins á 156. löggjafarþingi. Samtökin telja engu að síður mikilvægt að benda á mikilvæga þætti sem nauðsynlegt er að horfa til og hafa ekki skilað sér inn í frumvarpið sem nú liggur fyrir.
Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum varðandi stafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum
SFF hafa skilað umsögn í samráðsgátt um frumvarp dómsmálaráðherra sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum til að auðvelda stafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum. SFF fagnar frumvarpinu og telur það mikilvægt framfaraskref í átt að skilvirkari stjórnsýslu og betri þjónustu fyrir almenning og fyrirtæki. Með því að jafna stöðu rafrænna gagna og pappírsgagna skapast grundvöllur fyrir aukna nýtingu tæknilausna í málsmeðferð. Í umsögninni kemur SFF á framfæri mikilvægum ábendingum þannig að frumvarpið nái fyllilegum tilgangi sínum og því hagræði og skilvirkni sem því er ætlað.