Umsagnir

Síur
Sýnir
7
af
150
 niðurstöðum
October 29, 2025
No items found.

Umsögn um rýni á fjárfestingum erlendra aðila

Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hefur skilað umsögn vegna frumvarps til laga um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu. SFF telur verulega óheppilegt ef frumvarpið verði að lögum óbreytt og að það þurfi að skoða betur nokkra þætti í frumvarpinu.

October 21, 2025
Umsagnir

Umsögn í samráðsgátt - frumvarp til laga um réttindavernd fatlaðs fólks

SFF skiluðu nýlega umsögn um frumvarp til laga um réttindavernd fatlaðs fólks. Lagabreytingum er ætlað að tryggja fötluðu fólki, sem mætt hefur kerfislægum hindrunum vegna skerðinga sem það býr við, raunverulegan aðgang að fjármálum sínum og veita nauðsynlegu stuðnings- og aðstoðarhlutverki viðeigandi lagastoð.

October 21, 2025
No items found.

Umsögn til Alþingis um stafrænan viðnámsþrótt (DORA)

Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa skilað inn umsögn til Alþingis um endurflutt frumvarp til laga um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar. SFF fagna jákvæðum breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu, þar sem að nokkru leyti var horft til athugasemda í umsögn samtakanna frá því í apríl á þessu ári í tengslum við flutning málsins á 156. löggjafarþingi. Samtökin telja engu að síður mikilvægt að benda á mikilvæga þætti sem nauðsynlegt er að horfa til og hafa ekki skilað sér inn í frumvarpið sem nú liggur fyrir.

October 13, 2025
No items found.

Umsögn um lagafrumvarp um verðbréfun

SFF hefur skilað umsögn um það lagafrumvarp sem liggur fyrir Alþingi um verðbréfun. Um er að ræða ný heildarlög um verðbréfun og munu þau styrkja og koma á heildstæðari lagaumgjörð í kringum verðbréfun.

October 13, 2025
No items found.

Umsögn til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026

October 6, 2025
No items found.

Umsögn um innleiðingu reglugerðar ESB um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)

SFF hafa skilað inn umsögn vegna frumvarps um innleiðingu reglugerðar Evrópusambandsins um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III).

September 24, 2025
No items found.

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum varðandi stafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum

SFF hafa skilað umsögn í samráðsgátt um frumvarp dómsmálaráðherra sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum til að auðvelda stafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum. SFF fagnar frumvarpinu og telur það mikilvægt framfaraskref í átt að skilvirkari stjórnsýslu og betri þjónustu fyrir almenning og fyrirtæki. Með því að jafna stöðu rafrænna gagna og pappírsgagna skapast grundvöllur fyrir aukna nýtingu tæknilausna í málsmeðferð. Í umsögninni kemur SFF á framfæri mikilvægum ábendingum þannig að frumvarpið nái fyllilegum tilgangi sínum og því hagræði og skilvirkni sem því er ætlað.

September 3, 2025
No items found.

Umsögn um áætlun um innleiðingu EES-gerða á fjármálamarkaði

August 26, 2025
No items found.

Umsögn SFF um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035

Því miður fundust engar niðurstöður. Vinsamlegast reyndu að leita aftur með öðrum orðum.