Fréttabréf SFF: Brunaráðstefna, atvinnustefna og áhyggjur af íþyngjandi regluverki

Komið er víða við í nýútkomnu fréttabréfi SFF. Sagt er frá ráðstefnu SFF, SI, HMS og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem fer fram á morgun, fimmtudaginn 4. september klukkan 9, undir yfirskriftinni Brunavarnir og öryggi til framtíðar, þegar fimm ár eru liðin frá brunanum við Bræðraborgarstíg. Þá er einnig sagt frá umsögn SFF um áformaða atvinnustefnu stjórnvalda, umfjöllun um rekstrarumhverfi banka á Íslandi í norrænu samhengi, tekið er undir áhyggjur eftirlitsaðila af íþyngjandi regluverki um fjármálastarfsemi ásamt umfjöllun um netsvik, þjófnaði og notkun reiðufjár á Íslandi.

Fréttabréfið má nálgast hér.