Fjármálageirinn stærsti greiðandi tekjuskatts lögaðila

Rætt er við Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, í Morgunblaðinu í dag um skattgreiðslur fjármálafyrirtækja í tengslum við nýbirta samantekt á skattgreiðslum lögaðila vegna rekstrarársins 2022.

Í fréttinni er bent á að fjármála- og vátryggingafyrirtæki hafi verið sú atvinnugrein sem greitt hlutfallslega hæst hlutfalls tekjuskatts lögaðila. Alls greiddu fjármála- og vátryggingafyrirtæki um 30 milljarða á árinu í hefðbundinn tekjuskatt eða 22% af tekjuskatti lögaðila þó einungis um 4% starfsmanna á almennum vinnumarkaði starfi í fjármálageiranum. Því til viðbótar greiddu fjármálafyrirtæki 15,4 milljarða í þrjá viðbótarskatta sem ekki eru lagðir á aðrar atvinnugreinar. Skattarnir þrír leggjast ofan á laun, skuldir og hagnað fjármálafyrirtækja og er síðastnefndi skatturinn 6% viðbótar tekjuskattur á hagnað umfram milljarð króna á ári.

Fjármálafyrirtæki fjármagna auk þess rekstur Fjármálaeftirlitsins og Umboðsmanns skuldara og nemur sá kostnaður samtals um þremur milljörðum á ári en auk þess greiða þau tryggingagjald líkt og önnur fyrirtæki. „Fjármála- og vátryggingafyrirtæki greiddu þannig alls um 50 milljarða króna í beina skatta á síðasta ári,“ segir Heiðrún við Morgunblaðið.

Þá er bent á að skattbyrði íslenska fjármálageirans sé hlutfallslega mun hærri en í helstu samanburðarlöndum sem bæði dragi úr samkeppnishæfni greinarinnar.

Umfjöllun Morgunblaðsins.