Fréttabréf SFF: Netsvikaprófið og fjöldi leiða til að efla hlutabréfamarkaðinn

Það er af nógu að taka í nýútkomnu fréttabréfi SFF, þar sem meðal annars er fjallað um umfangsmikla herferð samtakanna til að vekja athygli fólks á netsvikum í kringum helstu tilboðs- og netverslunardaga ársins nú í nóvember og sérstakt netsvikapróf sem samtökin útbjuggu svo fólk geti séð, svart á hvítu, hvar það stendur gagnvart mögulegum svikatilraunum. Þá er fjallað um ráðstefnu SFF og Nasdaq Iceland,  Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn, sem haldin var í upphafi mánaðar og leiddi í ljós fjölda hugmynda og tillagna frá ólíkum aðilum um hvernig megi styrkja íslenskan hlutabréfamarkað.

Í fréttabréfinu er einnig sagt frá skemmtilegum heimsóknum sem samtökin hafa fengið og pallborðsumræðum sem framkvæmdastjóri SFF tók þátt í. Eins er fjallað um jákvæð áhrif fjármálalæsis á lífskjör, umfangsmikið og íþyngjandi regluverk, þá staðreynd að almenningur er óbeint eigandi um tveggja þriðju hluta bankakerfisins í gegnum ríki og lífeyrissjóði, og „tímabundna“ sérskatta á fjármálafyrirtæki sem hafa að núvirði numið yfir 200 milljörðum króna frá árinu 2010.

Hér má nálgast fréttabréfið.