Mikilvægt að vera vakandi gagnvart netsvikum

Í viðtali við Mbl.is minnti Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, á hve mikilvægt það sé að vera vakandi gagnvart svikatilraunum á netinu enda hafi þeim farið fjölgandi undanfarin ár.„Það er almennt mjög mikið um svikatilraunir. Það þurfa allir að vera mjög með varann á. Við höfum sérstaklega varað við þegar er verið að reyna að brjótast inn í rafrænu skilríkin því þar með geturðu opnað fyrir einstaklinga,” segir Heiðrún.Hvetur hún fólk einnig til að veita aldrei neinar upplýsingar, þar á meðal að opna rafrænu skilríkin, án þess að vita upp á hár hvað um er að ræða. Stundum virðist hlutirnir saklausir í fyrstu þangað til annað komi í ljós.„Ekki láta ræna þig inni í stofu,” segir hún og vísar jafnframt á pistil sem hún skrifaði sem ber sams konar titil.„Gamla góða reglan er að ef þetta tilboð virkar of gott til að vera satt, þá er rétt að staldra aðeins við.”Lesa má viðtali við Heiðrúnu á mbl.is hér.