Félagsfundur SFF þann 17. apríl nk. með Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra

Samtök fjármálafyrirtækja boða til félagsfundar þann 17. apríl næstkomandi í húsi atvinnulífsins. Húsið opnar kl. 16:15 með kaffi og meðlæti en fundurinn hefst kl. 16:30. Á félagsfundinum mun ráðherra fara yfir efnahagsmál almennt, stöðuna í ríkisfjármálum og verkefnið framundan að ná tökum á verðbólgunni.