Málstofa SFF um DORA reglugerðina 9. september

SFF standa fyrir málstofu mánudaginn 9. september um DORA reglugerð ESB (e. Digital Operational Resilience Act) um stafrænan rekstrarlegan viðnámsþrótt fyrir fjármálageirann sem unnið er að því að lögleiða hér á landi. Lögleiðing DORA mun fela í sér auknar kröfur til aðila á fjármálamarkaði þegar kemur að rekstraröryggi, sér í lagi á sviði net-, fjarskipta- og upplýsingakerfa.

Fyrirlesarar:

  • Alma Tryggvadóttir, Director og Cyber Lead í áhætturáðgjöf Deloitte.
  • Ebenezer Þ. Böðvarsson, Team Lead & Senior Information Security Consultant hjá Syndis.
  • Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri varúðareftirlits hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Fundarstjóri verður Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF.

Málstofa SFF um DORA reglugerðina

  • Mánudaginn 9. september frá kl. 9-10:30.
  • Létt morgunhressing frá klukkan 8:30.
  • Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, salurinn Hylur, 1. hæð.

Viðburðinn er opinn öllu starfsfólki aðildarfélaga SFF.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á málstofuna í sal en hægt er að skrá sig í streymi hér að neðan.

Skráning hér: