SA og SSF undirrita langtíma kjarasamning

Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök starfsmannafjármálafyrirtækja (SSF) undirrituðu nýjan langtíma kjarasamning í gær. Samningurinn byggir á Stöðugleikasamningnum sem undirritaður var í mars við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar2028.

Nálgast má nánari upplýsingar um samninginn bæði á vef SA sem og á vef SSF.