Við leitum að metnaðarfullum lögfræðingi
%20(1000%20x%201000%20px).jpg)
Vilt þú taka þátt í að móta trausta og skilvirka umgjörð um fjármálaþjónustu á Íslandi?
Starfslýsing:
SFF óska eftir að ráða öflugan lögfræðing til starfa. Um er að ræða fjölbreytt starf í metnaðarfullu starfsumhverfi. Hjá SFF starfar öflugur og samhentur hópur sérfræðinga sem vinnur þétt saman. Starfið heyrir undir yfirlögfræðing samtakanna.
SFF eru heildarsamtök íslenskra fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga. Innan okkar raða eru 25 aðildarfélög sem standa á bak við nær alla fjármálaþjónustu hér á landi og hjá starfa um 3.300 manns. Við leggjum áherslu á gott samtal og góða samvinnu við stjórnvöld, eftirlitsstofnanir, atvinnulíf og ekki síst fólkið í landinu. Markmið okkar er stuðla að samkeppnishæfum starfsskilyrðum með áherslu á heilbrigt, traust og þjónandi fjármálakerfi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Fylgjast með og greina löggjöf og nýjungar á fjármálamarkaði
- Ritun umsagna um þingmál og stjórnvaldsfyrirmæli
- Þáttaka í málefnastarfi og hagsmunagæsla
- Samskipti við hagahafa
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Embættispróf í lögfræði eða grunn- og meistaranám. Framhaldsnám er kostur.
- Þekking og reynsla af löggjöf á fjármálamarkaði og/eða vátryggingamarkaði.
- Þekking á löggjöf á sviði samkeppnisréttar, persónuverndar og/eða stjórnsýslurétti er kostur.
- Að lágmarki 5 ára starfsreynsla sem nýtist hjá SFF. Starfsreynsla hjá eftirlitsskyldum aðila eða eftirlitsaðila kostur
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Hæfni í mannlegum samskiptum, greiningarhæfni, geta til að vinna undir pressu, metnaður, öguð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði
Frekari upplýsingar um starfið:
Frekari upplýsingar veita Íris Björk Hreinsdóttir, yfirlögfræðingur (iris@sff.is eða í síma 856-6199) eða Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri (heidrun@sff.is eða í síma 848 8800).
Með umsókn er óskað eftir ferilskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir þekkingu, reynslu og áhuga til að sinna starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2025. Umsóknir óskast sendar á starfsumsokn@sff.is
Fullum trúnaði heitið í umsóknarferlinu.